heimalingur...
vá hvað ég var búinn að gleyma þessarri síðu...kannski að ég skrifi hingað aðeins inn.
kom sem sagt heim fyrir löngu og er búinn að vera busy við að vinna og keppa síðan þá. hefur ekkert gengið neitt sérstaklega að keppa og þaðp hjálpar ekki að ég er búinn að vera að keppa frekar stíft. á meistaramótið á egilstöðum eftir og svo held ég að ég fari hreinlega í frí frá íþróttunum þangað ég byrja aftur að æfa í lok ágúst/byrjun september. held ég hafi ekki tekið mér svona frí nokkurn tímann áður þannig að það verður gaman að sjá hvað ég endist lengi frá krikanum. gæti vel verið að maður verðir mættur fljótlega aftur á trimmið og í klefann.
annars er ég búinn að fara tvisvar með landsliðinu að keppa í sumar til eistlands og slóveníu. skemmtilegar ferðir og ég kann vel við mig svona í austur-evrópu finnst mér. þarf að gera þessu góð skil áður en þetta breytist of mikið. væri gaman að leigja sér bíl og rúnta soldið um þessi lönd einhvern tímann.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home