fucla
Jæja…kominn tilbaka til Berkeley ágætis ferð til LA þó að úrslitin í leiknum hafi ekki verið góð.
Svo...til að fara aðeins yfir þetta. Liðið mitt, California, var að keppa á móti UCLA: Cal var fyrir leikinn i 10 sæti á styrkleikalistanum en UCLA í númer 20. almennt var samt talið fyrir leikinn að UCLA væri betra. Ástæðan fyrir því var að við erum ekki búin að spila við góð lið enn sem komið er af tímabilinu en UCLA er búið að spila við ágætis lið og vinna. Þannig að allan tímann var vitað að þetta yrði dúndur leikur. Því miður endaði þetta samt á því að við töpuðum. Við vorum yfir mest allan leikinn en á síðustu mínutunum var öll lukkan þeim megin og þetta einfaldlega datt ekki okkar megin á endanum. Svona er þetta bara...
Allavega...leikurinn var í rosa bowl í pasadena. Þvílíkt stór völlur sem hefur oft áður verið með stóra viðburði. Þannig að það voru 85.000 manns á leiknum. Ekkert smá gaman og brjáluð stemming. Allir öskrandi og hoppandi til að styðja sitt lið. Ég held að þetta sé besti íþróttaviðburður sem ég hef farið á. Slegið út Barcelona, á Nou Camp og Lakers í Staples Center. Þannig að ef við hefðum bara unnið helvítis leikinn þá hefði þetta verði fullkomið.
Ég fór með nokkrum vinum vinar míns. 4 Indverjum sem eru allir nemendur hérna. Þeir þekkja svo allir besta vin minn frá Los Angeles. Þannig að við rúlluðum bara til hans á föstudaginn og gistum þar.
Á laugardaginn fórum við svo á kínverskan grænmetis stað í einhverju kínversku hverfi í LA. Var allt í lagi en ekkert sérstakt samt. Var svona “kjúklingur” sem er búinn til úr tofu. Þannig að þetta var allt saman bara eitthvað grænmeti og tofu. En ég gat komið þessu öllu saman niður og saddur á endanum.
Eftir það var bara haldið til rose bowl og lagt á einhverjum golfvelli. Þar voru bara mörg þúsund manns bara að grilla, sötra öl og almennt chill í gangi. Mjög gaman allt saman að sjá og taka þátt í.
Eftir leikinn var svo bara keyrt af stað hingað til Berkeley. Settum bara bílinn í 150 og vorum ekki lengi að rúlla hingað tilbaka, komum samt ekki hingað fyrr en hálf þrjú í nótt þannig að það er smá þreyta í mér.
Allavega...fín helgi...þótt úrslitin hefðu mátt vera betri...en svona er bara sportið...allavega farinn að læra...
4 Comments:
Quelbe music exhibit on island
VI traditional music known as Quelbe will be shown on island this month. The "Quelbe Traveling Exhibit and Colloquium 2005" included historic photographs, wire sculptures and a panel discussion about the "very ...
It's so cool to be here - search portal
þú átt eftir að enda sem grænmetisæta einn daginn... ég veit að þér finnst þetta gott! ;)
BH
ja tu meinar tad...eg get alveg jatad tad ad ef eg fer ut ad borda nuna ta fae eg mer aldrei steik. fae mer oftast italskan eda fisk. kannski er tetta fyrsta skrefid i tina att...hver veit...en eg veit samt ekki hvort eg nai nokkurn timann ad venjast tofu "kjotinu"
jhh
já svona byrjar þetta - aðalatriðið er bara að reyna ekki að skipta út kjöti með tofu.. það er ekki hægt - tofu er bara ný matartegund sem bætist á listann!
Post a Comment
<< Home