Tuesday, March 13, 2007

bergur, aka íslandsmethafinn ógurlegi, til hamingju með metið! þú ert rosalegur!

-startaði tímabilinu um helgina
-ákváðum eiginlega á síðustu stundu að fara til davis á lítið mót þar
-spjótið fór 59m með stuttri og þrístökkið var 13.5m eða svo
-engar brillíant tölur...en þetta er byrjun!
-fyrsta skipti sem ég hef kastað af atrennubraut sem (augljóslega) hallar upp

-stephan hawking var með fyrirlestur hérna í berkeley í kvöld...var auðvitað löngu löngu uppselt...en þeir sendu þetta út á netinu...hafði bara gaman að hlusta á hann
-bjó til rabbabaragraut (uppáhaldið þitt ævar) í kvöld...tókst bara ljómandi vel, trikkið er að setja vel af sykrinum og hafa hann þykkan
-úrslitin í háskólakörfuboltanum eru að byrja...loksins verður þá hægt að horfa á góðan körfubolta
-ég er búinn að fylla út hvernig leikirnir hjá öllum 64 liðunum fara...nú er bara að bíða og sjá hversu góður maður er að giska...
-ég þori að veðja að ég fái álíka mörg stig og íþróttafréttamenn....ekki til að segja að ég viti eitthvað mikið um körfubolta heldur bara til að segja að vanalega eru spár hjá "fagmönnum" bara bull og notaðar til að fá kynningu, fylla pláss og tíma!

-verður haldið high school mót hérna um helgina
-þetta verður stærsta mót sem ég hef nokkurn tímann heyrt um held ég bara
-það eru um 100 lið skráð til keppni...og um 3000 þátttakendur!
-jább...huges mót
-ég verð að hjálpa allan laugardagsmorguninn til að láta spretthlaupin ganga smooth

2 Comments:

At 9:30 AM, Blogger Unknown said...

viðbjóður!

 
At 10:13 AM, Anonymous Anonymous said...

bahahaha
jhh

 

Post a Comment

<< Home