Monday, December 25, 2006

-gleðileg jól!
-eða ef maður á að vera alger kani...gleðilegt frí!
-lífið í þýskalandi er bara ansi ljúft
-lagði af stað frá berkeley um 4 um morguninn og flaug fyrst til houston, svo til baltimore, svo til keflavikur, svo til amsterdam, svo keyrðum við hingað í sveitina til ásgeirs
-ferðalagið tók mig um 28 tima eða svo...þannig að það sat í mer soldil þreyta næstu dagana
-en eru jólin nú ekki til þess að hanga, sofa og borða?...þannig að þetta er allt í góðu
-vélin var svo sein að koma frá baltimore að vélin til amsterdam var látin bíða í næstum klukkutía eftir mér og 11 öðrum farþegum
-þannig að ég hitti bara mömmu og pabba inni í vélinni
-ætli ég hefði ekki bara farið heim að sofa ef ég hefði lent í að þurfta að mixa eitthvað ferðalag með starfsmönnum flugleiða ef ég hefði misst að vélinni minni
-sá minn annan handboltaleik í um 4-5 ár. ég og 10000 aðrir sáum þennan fína leik...bara verst að sigurinn endaði ekki réttu megin
-ásgeir spilar með fínum handboltamönnum...ég held að það sé best að orða það þannig
-við héldum áfram fjölskylduhefðinni að hafa ss pulsur i hádeginu á aðfangadag...klikkaði ekki!
-þýski hamborgarahryggurinn var betri heldur en sá íslenski
-jólatréð okkar er svona 1/5 af því sem við erum með heima...það passar ágætlega í blómapottinn! en það er ekki endilega stærðin heldur gæðin sem skipta máli
-ég hjálpaði aðeins þýska jólasveininum fyrir nágranna ásgeirs...bara verst að ég skildi ekkert hvað krakkarnir voru að segja við mig
-jább...þó ég hafi látið þvæla í mig alls konar þýskuvitleysu í menntaskóla þá er það djúpt grafið...ég held að ég hafi ekki skilið eina einustu setningu síðan ég kom hingað sem er lengri en svona þrjú orð
-einkunnir eru komnar á netið...gekk allt eins og það átti að ganga
-stefnan næstu daga er bara að æfa, lesa, sofa, og borða og sofa kannski smá meira!
-tschuss

0 Comments:

Post a Comment

<< Home