Sunday, November 05, 2006

da zoo

byrjum á smá fótbolta update...unnum systurskóla okkar ucla í gær. þannig að við erum númer 8 núna. eins og staðan er núna eigum við bara einn erfiðan leik eftir við usc! þannig að þetta á eftir að verða dúndur tímabil fyrir okkur 7,9,13!

fór í dýragarð um síðust helgi. ég hélt að ég hefði aldrei farið áður en eftir að hafa talað við familíuna þá fór ég líklegast í köben þegar ég var smá patti. ég var örugglega svo busy að éta ís að ég man ekkert eftir því.


þannig að ég fór með myndavélina mína núna og smellti af nokkrum minningum.


það var helllingur af dýrum þarna og gaman að skoða þetta allt saman. nenntum samt ekki að fara alveg alls staðar en sáum svona það var eitthvað var í. mér fannast samt flottast að sjá ljónin borða. það bara var eitthvað við það að standa 3m frá konungi frumskógarins og geta horft á hann án þess að fá hjartaáfall og reyna að hlaupa í burtu á sama tíma.
það var reyndar búið að hrekkja aumingja ljónin aðeins með því að setja kjötið þeirra ofan í grasker (svona af því það var hrekkjavaka). var samt smá svekkjandi að þau voru ekkert að hakka þetta í sig. bara svona hægt og rólega jappluðu á þessu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home