Tuesday, October 03, 2006

well...its been a while...

skólinn gengur bara eins og skólinn á að ganga...mikið að gera síðustu vikurnar...en ég held að ég fái smá pásu núna. svo um lok mánaðarins kemur smá prófatörn. held að ég hafi sjaldan reiknað jafn mikið og undanfarnar vikur...

æfingarnar ganga bara ágætlega...erum hægt og rólega að auka álagið og komast í gírinn. hópurinn minn er búinn að breytast aðeins frá því í fyrra en ég æfi samt nánast með sömu strákum.

fór aðeins í smá skoðunarferð um kaliforninu um helgina. gaman að sjá aðeins meira heldur en borgirnar hérna í kring. fór á svona sveita pizzustað og fékk þessa líka massa chicago pizzu. þarf að gera mér ferð þangað aftur.


eiginlega tveir nóbelar til berkeley þessa vikuna. einn prófessor hérna fékk heiðurinn og svo annar sem útskrifaðist héðan fékk annan. held meira að segja að prófessorinn hérna hafi kennt vini mínum fyrsta árs eðlisfræði.

1 Comments:

At 6:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæll meistari.

Fékk leyfi hjá Véddanum að setja diktafónin við pontuna. Þannig að ég er með 2.5 klst af uppteknu efni varðandi þjálfun afreksmanna. Ég hafði mjög gaman að þessu þrátt fyrir að hafa aldrei kastáhald, þannig þetta gæti verið fróðlegt fyrir þig. Í versta falli eitthvað umdeilanlegt og áhugavert.

 

Post a Comment

<< Home