utah
búið að vera rólegt og fínt hjá mér undanfarið. fyrir utan það að ég lenti í smá árekstri á föstudaginn...var soldið "hristur" á föstudaginn og laugardaginn...ekkert sem smá pillur geta samt ekki lagað.
fékk frí á æfingu laugardag og sunnudag þannig að það var um að gera að liggja í mikilli leti. skuldaði allavega tvo daga eftir prófin og svona. byrjaði helgina á að fara í bío og sá da vinci code. þar sem ég hef ekki lesið bókina þá skildi ég ekki mikið...þannig að ég fór aftur og sá hana á sunnudaginn. skildi meira...en samt ekki allt...veit samt ekki hvort ég nenni að lesa mér til um þetta svo ég skilji allt í botn. þannig að ekki nema mér leiðist hrikalega einhvern tímann þá skil ég þessa mynd bara 90%.
fer til utah að keppa á fimmtudaginn...kasta samt ekki fyrr en á laugardaginn. verður hörkumót þarna og ég hef ekki verið í utah áður þannig að það verður örugglega góð upplifun. búinn að vera að kasta vel undanfarið finnst mér þannig að allt getur gerst.
1 Comments:
Ég vildi óska þess að ég væri að koma til Utah....
Mér fannst mjög gott að keppa þarna, en conferencinn okkar var þarna, og þegar ég keppti var fullkominn vindur fyrir spjótið (þó það hafi ekki komið fram á árangrinum mínum ;))....
En gangi þér vel!!!....(ps. yfir 90% af fólkinu í Provo eru mormonar...Veit ekki af hverju en mér leið skringilega í kringum þau ;))
Post a Comment
<< Home