oregon-tracktown usa!
fór til oregon um helgina til að keppa á svæðismeistara mótinu okkar. var þetta árið í oregon sem er eimmitt með mikla hefð fyrir frjálsum. gaman að fletta dagblaðinu þarna dagana sem við vorum þarna. 3-4 stórar dagblaðasíður með myndum viðtölum og pælingum...ekkert skrifað bara í kringum einhvern úrslit...hóst mogginn hóst...
mætti 5000 manns að horfa fyrri daginn og svo 7000 manns seinni daginn. nike er stofnað þarna rétt hjá og mikil langhlaupakúltúr þarna. forstjóri nike í stúkunni og alles. þetta er líka pottþétt í fyrsta skipti sem ég sé aðdáendur bíða fyrir utan völlinn eftir að hliðin eru opnuð! það sem er samt skemmtilegast er að fólk veit svo mikið um frjálsar þarna. það veit hvenær það á að klappa og hvaða tímar eru góðir.
það er snilldar hönnun á vellinum...allt eiginlega í miðju og auðvelt að sjá allt í stúkunni. úrtökumótið fyrir ól 2008 verða þarna og þeir ætla að byggja nýjan flottan völl fyrir það mót með öðruvísi skipulagi heldur en sá sem er núna. stefnan er svo að rífa þann völl...og byggja gamla völlin aftur frá grunni...takk fyrir...vantar ekki seðlana á þessum bænum...enda vasar nike ansi djúpir.
allavega...kastaði spjótinu 65.96m, sem er bæting umn næstum 80cm. sáttur svo sem. en það er meira þarna. endaði fjórði. fór svo beint í langstökkið en missti af upphitun. þannig að 30sek eftir að ég tók af mér spjótkastskóna var ég að stökkva. endaði á að brussast 6.5m en með tvö ógild.
kláraði svo prófin í dag og mikill léttir. búið að vera strembið. ferðin tilbaka frá oregon var erfið vegna þess að við þurftum að vakna klukkan 4 til að ná í flug klukkan 6 og kominn hingað til berkeley um 9 um morgun. ég hafði ekki tíma til að fara heim þannig að ég setti í mig nokkra kaffibolla og hélt mér gangandi þangað til ég var búinn með prófið mitt klukkan 330. lagði mig aðeins áður en næsta törn byrjaði.
allavega...kominn timi á að slaka á og fara út á videoleigu og elda sér góðan mat í nokkra daga...og æfa vel!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home