Sunday, April 09, 2006

san fran

keppti föstudag og laugardag. byrjaði á föstudeginum að kasta spjóti í ausandi djöfulsins rigningu. held að ég hafi aldrei keppt í jafn mikilli rigingu. handklæði, teip, harpix og allt notað en virkaði nánast ekki neitt. tók fjögur köst og kastaði 58.12m. svo sem sáttur miðað við allt.
eftir það sátum við traffík í 1.5 klst á leiðinni til berkeley. þar sem ég lyfti ekki um morguninn þá fór ég beint í klefann og kláraði að lyfta um klukkan 9 um kvöld.
kúlan byrjaði svo skemmtilega snemma eða um 9 um morgun. var hundþreyttur og ekkert að fíla mig og náði bara að brussa henni 12.10m. stutt og ömurlegt bara. lagði mig í tvo tíma og leið betur fyrir kringluna og kastaði henni 37.26m seinni partinn. frekar stutt en allvega núna búinn að kasta í keppni.

stefnan núna er að fara til la á þriðjudaginn og keppa í þraut á miðvikudag/fimmtudag. koma svo vonandi tilbaka á föstudag.
stærsta heimamótið okkar er svo á laugardaginn. vona að ég ég verði ekki látinn keppa á því.

allavega...heimalærdómurinn bíður...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home