Sunday, March 05, 2006

kóngurinn kom líka með þessa fínu skenkuuppskrift....sko kallinn...ég verð að leggja höfuðið í bleyti og koma með einhverja bombu næst.

róleg helgi bara. var á vellinum í gær að hjálpa vinum mínum að stökkva stöng og svo fer ég sjálfur í dag og geri eitthvað. þannig að við erum að gíra mig upp aftur eftir þrautina. fæ að vita það á morgun hvort ég fari á nationals. bíð hrika spenntur. svo þurfum við aðeins að setjast niður og skipuleggja utanhús. þar sem það er tæknilega séð byrjað þá þurfum við að still upp mótunum mínum og keppa á réttum tímum.

fór í partý í gær með live hljómsveit. alger snilld. í garðinum hjá nokkrum vinum mínum mínum voru þeir bara að blasta tónlistina. ég gat heyrt í þeim alla leiðina heim til mín. þannig að ég mætti alveg á réttum tíma.

annars gengur lífið sinn vanagang hérna í berkeley. var mótmælagangi með allsberu fólki hérna um daginn og svona.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home