súper helgi
ferðast ekki um helgina. þannig að maður getur farið í föstudagsfyrirlestur og alles. fínt líka að sofa heima hjá sér og hvíla sig soldið. það er smá mót hjá okkur hérna um helgina samt. allar helgar í febrúar eru svona all-comers mót. þar keppa vanalega krakkar sem búa hérna og gamalt fólk og svona, svo notar liðið mitt þetta sem æfingamót. þannig að það er vanalega svona frekar létt æfing á föstudögum og svo mótið notað sem æfing. þannig að það kemur bara vel út fyrir okkur.
annars verður helgin notuð í að lesa nokkuð hundrup bls og skoða heimadæmi. verð að ná að bæta upp fyrir það sem ég er búinn að missa úr áður en það verður of mikið. verð nú samt að taka mér smá frí á sunnudaginn og horfa á super bowl. ég ákvað að halda með steelers þegar þeir fengu leikmann sem heitir polumalu frá usc. síðan þá hef ég fylgst aðeins með þeim og honum. hann er orðinn einn besti maðurinn í sinni stöðu á vellinum og svo steelers komið mikið á óvart í úrslitakeppninni.
bjössi góður!...tvö met á einni viku...til hamingju
0 Comments:
Post a Comment
<< Home