djöfuls flug...
kominn út aftur. gott að koma heim um jólin og hafa það rólegt. náði held ég bara að gera allt sem ég ætlaði að gera. fínt að mæta aftur hingað núna með hlaðin batteríin.
flugið hingað gekk samt ekki alveg nógu vel...eiginlega bara hrikalega illa. byrjaði allt saman í boston þegar enginn vissi neitt um töskuna mína. ég átti svona e-miða með næsta flugfélagi þannig að ég gat ekkert tékkað töskuna mína alla leið, enda týnast töskur þannig vanalega, þannig að þetta var bara klúður hjá flugleiðum. kom mér á óvart...kemst svo að því að maður á víst að tilkynna týndar töskur á áfangastað. sem þýðir að ég þurfti að gera það með allt öðru flugfélagi í oakland (styttra þangað heldur en san fran fyrir mig)
allavega minn frekar fúll að þurfa að ferðast seinni helminginn af ferðinni vitandi ekkert um töskurnar mínar tékka ég mig inn í næsta flug sem átti að vera boston-las vegas-oakland. byrjar á einhverri smá töf og það svo sem allt í lagi. nema að eftir um 45 mín er tilkynnt að allir þeir sem eru með tengiflug muni missa af sinni vél og það væri meira að segja ekkert hótelherbergi laust í las vegas. þannig að mér var reddað herbergi á hilton í boston og matarmiðum. þurfti ekkert að bíða eftir að fá töskurnar mínar eða neitt úr vélinni meira að segja :) þannig að ég gat bara komið mér strax á hótelið. þannig að ég borðaði þar og svaf, allt á kostnað flugfélagsins, og flaug svo næsta morgun hingað, reyndar í gegnum phoenix, en mér er alveg sama.
svo sem bara fínt að vera ekki með töskurnar af því leyti að það var miklu léttara að fara í lestina af vellinum og ég gat meira að segja bara farið beint í búðina til að kaupa mér að borða.
fínt að taka svona pásu í boston...svo framarlega sem þetta er frítt. náði að stytta 18 tíma ferðalagið mitt alveg í tvennt bara og náði að sofa vel í boston. þannig að ég held bara að ég sé hressari núna heldur en ég hef nokkurn tímann verið miðað við allt þetta ferðalag.
vandamálið samt byrjar við að fá töskuna aftur. veit ekki alveg hvernig þetta á að reddast en ég er með einhver símanúmer og það er eins gott að dótið mitt finnist.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home