búinn með prófin
loksins búinn með prófin. voru bara tvö þetta skiptið þar sem að ég var með lokaverkefni. gekk held ég bara fínt svona í heildina.núna er bara fríið komið sem ég er búinn að bíða lengi eftir. þarf ekki að mæta í skólann fyrr en held ég 17. janúar. þarf samt að mæta fyrr fyrir íþróttirnar.
annars kem ég ekki heim fyrr en á þorláksmessu. þannig að ég legg af stað þann 22 og kem held eldsnemma þann 23. síðasti prófadagur er 21 og þar sem ég vissi ekki nákvæmlega hvaða tíma ég myndi enda með að taka þegar ég keypti miðann minn þá varð að leysa þetta svona.
þannig að núna er bara æft á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. gott að klára þessa önn þannig og fara svo heim beint í létta viku. þá getur maður slakað betur á yfir jólin og notið þess að vera heima.
planið er sem sagt fyrir næstu daga að kaupa jólagjafir, æfa helling, sofa og bæta upp fyrir undanfarna mánuði, horfa á bíomyndir og borða góðan mat. loksins almennilegt líferni á manni...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home