Saturday, December 10, 2005

papers...

mar er farinn að hljóma eins og gömul kona með gigt...en það er búið að vera frekar kalt hérna undanfarið...mar verður nú að sýna að mar sé íslendingur og tala mikið um veðrið...haha...en það var nógu kalt hérna um daginn svo að það gæti snjóað eina nóttina....en það var nú samt bara stuttar og ber að ofan á æfingu í gær...þannig að þetta er ekki alslæmt.núna er til dæmis mjög fínt og ég get ekki hugsað það til enda að það séu alveg að koma jól.

annars skilaði ég innn 12 síðna ritgerð í gær sem tók nokkurn veginn alla þessa viku. feginn að hafa fengið frest á hina ritgerðina mína sem ég skila á mánudaginn. sú er ekki "nema" 10 síður. svo er próf þriðjudagsmorgun og svo fimmtudag. breytist aðeins frá því sem ég hélt þannig að þetta er ágætlega sett upp núna.

annars er mót á morgun. ekki búið að ákveða alveg hvað ég geri...fer soldið eftir stemmingu hjá mér og hvernig dagskráin á eftir að vera. hlakka soldið til þó að ég sé nú ekki kominn í neinn keppnisgír. en alltaf gaman að sjá hvernig staðan er á manni og hvað það er sem þarf að vinna í áður en keppnistímabilið byrjar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home