Saturday, October 29, 2005

fluttur...

loksins loksins...fluttur. tók smá tíma að finna rétta staðinn til að búa en ég held að ég hafi endað á bara mjög góðum stað og líður vel hérna. þannig að ég er svona að koma mér fyrir hérna núna og loksins get ég vonandi lifað smá eðlilegu lífi.
ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að setja inn myndir frá þessum stað og staðnum sem ég átti heima á áður...þá sér fólk af hverju ég flutti. miklu miklu betra.

allavega...komin í létta viku í æfingunum. var orðinn vel þreyttur alla þessa viku en við náðum að gera alveg slatta í þessum 6 vikum sem við vorum á fullu. þannig að núna þarf bara að hvíla soldið og svo fara i gegnum aðrar 6 vikur. svona almennt hefur bara allt saman gengið vel en ég held að lyftingnar klukkan 7 á morgnana eigi eftir að skila sér þegar á líður. soldið erfitt fyrst en náði að venjast þessu öllu saman.

allavega...alltaf gaman að sitja við sína eigin nettengdu tölvu og geta notað íslenska stafi...

1 Comments:

At 5:57 AM, Anonymous Anonymous said...

til hamingju með að vera fluttur og kominn í almennilegt umhverfi! :)

BH

 

Post a Comment

<< Home