Saturday, November 19, 2005

loksins laugardagur...

aðal leikurinn í dag í fótboltanum. keppum við stanford. það er svona eins og kr-valur, haukar-fh. leikurinn er í stanford þannig að ég fer ekki, horfi bara á hann í sjónvarpinu. annars hef ég ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik. okkar lið er voða brothætt eitthað og datt til dæmis útúr topp 25 liðunum um daginn, stanford er á mikilli siglingu þannig að ég held að þetta gæti farið á hvorn veginn.


smá æfingablogg svona til að láta vita að ég sé enn að æfa...gengur bara mjög vel finnst mér, er búinn að vera í miklu álagi undanfarið, æfði til dæmis 16 sinnum síðutu 11 daga, án hvíldardags. átti reyndar ekki að vera þannig en ég var veikur og þá þurftum við að færa allt saman til. lyfti núna alltaf á morgnana klukkan 7 þrisvar í viku og hefur bara gengið vel. er farinn að taka snörun í fyrsta skipti frá gólfi og finnst það bara mjög gott. held að ég hafi aldrei verið jafn sterkur jafn snemma þannig að mar verður bara að halda áfram að byggja á því. verð samt örugglega að lyfta þungt töluvert fram í tímabilið mitt. búinn að vera að hlaupa tvisvar í viku núna, annars vegar er það vanalega 3-4x350m brekkusprettir eða 12x200m, þannig að það er allt saman í góðum gír líka. búinn að snerta allar greinarnar aðeins, mis mikið samt, búinn að vera að stökkva soldið stöng vegna þess að ég þarf það nauðsynlega til að koma til. svo erum við búnir að leggja aðeins meiri áherslu á spjótið fyrir mig fyrr núna. þannig að svona almennt hefur þetta bara gengið vel...7-9-13...það er eitt djók mót um miðjan desember þar sem að fyrirliðarnir kusu í lið og svo er keppt...meira samt í djóki en alvöru. en það er aldrei að vita að ég taki ekki smá þrístökk bara frá 8-10 skrefa atrennu svona til að ná í stig fyrir mitt lið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home