leigumarkaðurinn
helgin alveg að verða búin og ég búinn að vera bara nokkuð góð hjá mér. ákvað að hafa rólega helgi og það bara tókst held ég. búið að vera mikið að gera í skólanum og á æfingum þannig að ég átti inni að taka smá chill.
það tók smá tíma fyrir mig að finna þessa íbúð og almennt er ekki mikið í boði á miðri önn þannig að þetta var soldið bras að mixa þetta. það er aðallega ein heimsíða sem hægt er að finna góðar íbúðir. þannig að bara alls konar fólk setur inn auglýsingar til að finna herbergisfélaga. þannig að það er alls konar fólk sem setur inn...allavega...þannig að þegar mar las auglýsingarnar þá hljómaði allt vanalega allt saman mjög vel þangað til mar kom að "í íbúðinni búa 5 "þroskaðar" lesbíur á aldrinum 50-60 ára" eða "ég er alger draslari og tek aldrei til" eða "það er ekkert eldhús" eða það skein í gegn að fólkið reykti mikið hass. svo kom það líka tvisvar fyrir að ég hringdi og þá var einhver sem talaði svona tvo orð í ensku og vildi helst tala við mig á indversku/hindi. þannig að ég var nú ekki lengi að hafna öllum þessum auglýsingum.
1 Comments:
Haha snilld!
Post a Comment
<< Home