Sunday, November 13, 2005

cal vs usc

fótboltaleikur hérna hjá okkur í gær. það var minn gamli skóli usc sem mætti í heimsókn hingað til okkar. þeir eru númer 1 í háskólafótboltanum og hafa unnið 31 leik í röð og þar á meðal tvo national championships. þannig að þeir eru einfaldlega lang bestir þessa dagana. síðasti leikur sem þeir töpuðu var eimmitt gegn okkkur fyrir tveimur árum. þá tók bjöggi myndina sem er hérna fyrir ofan á síðunni hjá mér. þannig að það var svona smá spenna í gangi fyrir leikinn og gaman að sjá hvort við gætum aðeins tekið þá á sálfræðinni. gekk ekki alveg...við töpuðum 35-10 og áttum ekki góðan leik. þessir gaurar sem spila fyrir usc eru bara fáránlega góðir íþróttamenn. slatti af þeim eiga undir 11s í 100m og nokkrir undir 10.5s og yfir 7m í langstökki og svo framvegis. þannig að þeir eru margir sem hefðu getað spilað kannski tvær íþróttir á fullum styrk í háskóla en ákváðu að einbeita sér að fótboltanum...hefur virkað vel í gegnum tíðína vegna þess að usc hefur verið eins og verksmiðja að búa til leikmenn fyrir nfl.
allavega...við vinnum þá vonandi bara næst. en fyrst að cal gat ekki unnið þá held ég bara með usc og vona að þeir fari alla leið enn eitt árið.

vinur minn frá usc kom hingað til að horfa á leikinn og eftir fórum við og fengum okkur gott að borða. ég hafði aldrei farið á almennilegan indverskan stað þannig að ég ákvað að láta hann taka mig, hann er indverji sjálfur, og velja eitthvað gott handa mér. endaði svo á því að fá þessa fínu máltíð og ekkert svo sterkt. hann var samt að segja mér að indland er svo stórt að það eru allt annar matur sem er til dæmis seldur á suður indverskum stað heldur en norður og svo framvegis. þannig að hann er búinn að stinga út góðan "suður" stað og svo á ég að hringja í hann þegar ég er að panta og láta hann leiðbeina mér. hljómar eins og fínn díll fyrir mig :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home