W og Thanksgiving
unnum leikinn á laugardaginn. fann hreinlega til með stanford. á þeirra eigin heimavelli var þeim hreinlega rústað og þeir náðu bara einu sparkmarki. þannig að þó tímabilið í heild hafi verið smá vonbrigði þá alltaf gott að enda á því að rústa stanford. núna er það á hreinu að við förum í bowl leik. þe spilum við eitthvað annað lið í kringum jólin í svona eiginlegum úrslitaleik.
ananrs er thanksgiving á fimmtudaginn. þannig að skóli á morgun og svo er bara frí restina af vikunni. mikið af fólki farið heim á leið þannig að það verður fámennt í tímum á morgun get ég ímyndað mér. annars ætla ég að fara til tahoe með kat á morgun og vera þar í nokkra daga. tahoe er svona skíðasvæði í sierra fjöllunum og mjög mjög fallegt þar. þannig að ég er bara mjög spenntur að fara þangað, borða góðan mat, sofa slatta, horfa á íþróttir í sjónvarpinu, og kannski læra soldið.
allavega læt i mér heyra þegar ég kem aftur til byggða...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home