rain...
rigndi nokkurn veginn í fyrsta skipti hérna þessa önnina á miðvikudaginn og fimmtudaginn. alveg búinn að gleyma hvað allt saman breytist þegar það rignir. fúlt að vera hundblautur í tíma og að æfa fínt að vera heima í rigningunni. kólnaði líka slatta og þar sem að fæstir eru með kyndingu hjá sér þá eru flestar íbúðir, mín þar á meðal, bara kaldar. fólki finnst rafmagnið svo dýrt til að kynda hjá sér þannig að það sleppir því bara. mér finnst þetta nú svona í kaldara lagi en maður lifir þetta alveg af. mér finnst líka lyktin af ringingunni hérna líka bara ágæt.
ein vika eftir í skólanum...svona mátulega mikið af heimalærdómi þessa vikuna en ég held að ég nái að höndla þetta bara vel ef ég nota tímann í dag og á morgun vel. svo taka bara prófin bara við. þannig að það er ekki mikið eftir hérna. þessi önn búin að líða svo rosalega hratt eitthvað. finnst eins og ég hafi bara verið að byrja að æfa og í tímum í síðustu viku.
smá mót eftir viku. blue and gold er það kallað. þá er liðinu skipt í tvennt og keppt. meira svona til gamans...en samt alltaf smá alvara í þessu. ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri nema ég veit að ég tek smá þrístökk en bara með 8-10 skrefa atrennu. er búinn að uppfylla loforðið mitt við aðalþjálfarann þessa önnina og taka hálfa þrístökksæfingu á viku. þannig að það er bara miklu meira heldur en ég hef gert áður þannig að ég er bara spenntur að sjá hvað mar getur hoppað. svo er hástökk líklegt en bara með stuttri atrennu. svo er spurning með spjót...en mig langar eiginlega ekkert að kasta því á þessu móti vegna þess að ég hef ekkert kastað spjótinu á æfingum, þó ég sé búinn að kasta slatta af boltum og örvum og þess háttar. en þetta kemur allt saman í ljós. aðalatriðið með þessu móti er bara að skemmta sér og fíflast smá með félögunum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home