Wednesday, December 14, 2005

próf

keppti aðeins á sunnudaginn. kosið í tvö lið og svo stigakeppni, liðið sem ég var í gullliðið vann. það var svona léttur andi yfir þessu öllu saman og allir tóku þátt í einhverju þó það hafi ekki endilega verið þeirra grein. Allir þjálfararnir ákváðu að hvíla nánast ekkert sitt fólk þannig að flestir voru svona soldið þungir á sér...sem er svo sem bara gott mál þar sem það er nú bara desember ennþá.
ég endaði á því að keppa í spjóti, 60m grind, 300m og þrístökki. kastaði spjótinu með stuttri atrennu 55m og var bara mjög sáttur við það þannig séð. veit ekki tímann minn í grindinni en það var allt í lagi hlaup. 300m var hægt, 38s, en gott að fá að hlaupa í smá keppni. fékk ekki nema 15 mín eftir 300m til að undirbúa þrístökk þannig að ég skokkaði hálfa atrennu og fór eitthvað um 13.6m. alltaf gaman að stökkva smá þrístökk. þannig að í heildina eru þetta engir sérstakir árangrar en ég er samt bara sáttur við þetta og allt lofar bara góðu fyrir innanhústímabilið.

annars þá á ég bara eitt próf eftir. verð búinn um kvöldmatarleyti, að mínum tíma, og get tekið því rólega í fyrsta skipti í langan tíma. allavega...ætla að hella mér út í smá gatt, wto, og nafta reglugerðir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home