Sunday, January 22, 2006

brown...

fyrsta mótið búið...góð tilfinning...fór til albaquerque, new mexico á föstudaginn og kom tilbaka í gær. frekar mikil hraðferð á okkur að þessu sinni þannig að ég hefði getað verið hvar sem er þess vegna...það eina sem maður tók eftir (fyrir utan standard hótelherbergi, morgunmat, rútu, flugvöll) var að allt var flatt þarna...og brúnt. borgin er uppi á einhverri hásléttu og nokkur fjöll í kring og svo bara einhver brúnn sandur/mold allsstaðar.

keppnin sjálf var fínt. hljóp grindina fyrst á 8.69s og er svona bæði sáttur og ósáttur við það í einu. enginn glimrandi tími en mér finnst ég samt vera á réttri leið með þessa grein. seinna um daginn fór ég svo í þrístökkið. endaði á að stökkva 14.35m sem er svona svipað og grindin...enginn glimrandi árangur en allt í lagi sem fyrsta mót. var að vandræðast soldið með að vinna úr tækniatriðum sem við erum búnir að vera að pæla í þannig að útkoman var soldið styttra en ég hefði haldið. annars er ég bara sáttur svo sem við þetta. það er enn bara janúar og við erum enn "að setja bensín á tankinn" til að komast í gegnum langt og strangt tímabil.

annars náðist fínn árangur þarna almennt. mikið af skólum og mikið action. vellinum var púslað saman í stórum ráðstefnusal og verður tekinn niður eftir um mánuð held ég. mjög hörð og hröð mondo braut með 60 gráðu hallandi beygjum takk fyrir. þannig að ansi margir voru sjokkeraðir þegar þeir komu út úr beygjunum...þar sem að borgin eru í um 5000 fetum þá var lítið um að fólk væri að hlaupa meira en 800m vegna þess að það er svo erfitt fyrir lungun. þannig að flestir árangrar voru i sprett og stökkgreinum.

fer til seattle á fimmtudaginn og fer í gegnum sjöþraut þar. hef farið í þá höll áður og fannst mjög gaman þar (allar atrennubrautir uppbyggðar og um 300m hringur). svo hitti eg vonandi meistara tuma þar líka;)

mitt lið maður steelers bara komið í super bowl...eru búnir að vinna 3 útileiki í röð í úrslitakeppninni...en sá stærsti eftir. sigurinn í dag kom mér algerlega í gegnum alla þreytuna frá ferðalaginu í gær...bið spenntur eftir næsta sunnudegi.

1 Comments:

At 7:47 PM, Anonymous Anonymous said...

gott að fyrsta mót er búið....nú er bara að negla á það í þrautinn!!!...gangi þér vel

 

Post a Comment

<< Home