myndir...
ákvað að henda inn smá myndum frá því að ég fór í fjallahjólaferð í september. þar sem að ég var ekki með neitt internet fyrst eftir að ég tók myndirnar og svo hafði ég engan tíma til að henda þeim inn seinni hluta annarinnar síðustu þá koma þær bara hérna.
allavega...ég fór sem sagt í smá ferð með vini mínum barruch einhverja helgina í september. við sem sagt leigðum okkur einhver rosa hjól og svo keyptum við okkur dagspassa í skíðalyfturnar(en það var enginn snjór þá) og svo hjólar maður hratt brekkuna þar sem oft eru tré of svo framvegis. þetta er ein af þessum extreme sports hérna úti. veit ekki hvað þetta heitir nákvæmlega á íslensku en á ensku heitir þetta downhill mountain biking.
þar sem að ég hefði verið hundskammaður og örugglega rekinn úr liðinu mínu hefði ég slasað mig þá ákvað ég að leigja mér aðeins meiri hlífar heldur en barruch..
þetta er samt besta myndin held ég úr ferðinni...sýnir hvað maður er rosalega latur...nennti hreinlega ekki að fara útúr bílnum til að taka þessa mynd
restin af myndunm eru svo hérna hægra megin á síðunni.
1 Comments:
Vertu nú ekki að slasa þig áður en þú mætir í rigninguna!
Post a Comment
<< Home