Thursday, January 19, 2006

new mexico

fer til new mexico á morgun. búið að ákveða að ég keppi í þrístökki og grind. er orðinn ansi spenntur fyrir þessu öllu saman þar sem að ég hef ekki keppt innanhúss í langan tíma og ég man eiginlega ekki eftir því að hafa stokkið þrístökk innanhúss þannig að það verður nýtt fyrir mér. annars situr soldin þreyta í manni eftir erfiða eina og hálfa viku í stífum æfingum núna en við ætluðum eiginlega ekkert að hvíla fyrir þetta mót þar sem við erum búnir að setja stefnuna meira á mótin seinna á innanhústímabilinu.

new mexico er eitt af þessum minna þekktum fylkjum í usa á millli arizona og texas. ég held að þetta sé eitt af fáum fylkjuum þar sem fólk af suður amerískum eða indíana uppruna er í meirihluta. þar sem að við verðum bara svona 26 tíma í fylkinu, og mest af þeim tíma sofandi eða að keppa, þá verður eitthvað lítið um að skoða sig um. þarf að gera það einhvern tímann seinna.
það er slatti af góðum liðum að koma þangað vegna þess að bærinn er í um 5000 feta hæð þannig að það er minni loftmótsstaða þar heldur en við sjávarmál. ég hafði aldrei eiginlega hugsað út í þetta en þetta hjálpar víst eitthvað í spretthlaupum en er ekki gott fyrir langhlaupin.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home