Monday, January 30, 2006

fyrsta þrautin

kláraði fyrstu þrautina um helgina. gekk ekkert sérstaklega vel. mikið af svona 80% árangri hjá mér í greinunum. endaði með 4937 stig sem er soldið frá mínu besta...en ég held að þetta sé tæknilega næst besti árangur minn. en ég fer aftur í gegnum þraut í lok febrúar. þannig að við höfum tíma til að undirbúa okkur betur.
það var meira að segja tæpt að við náðum að klára þrautina vegna þess að það var svo mikil seinkun á mótinu að við vorum að hlaupa svona 70 mín áður en vélin fór í loftið. þannig að það var bara brunað beint út á völl eftir hlaupið og af stað. gekk allt saman á endanum en það var tæpt.
hitti meistara tuma um helgina. hann tók sér frí frá bókunum og kíkti á gott mót í seattle. þannig að það var gaman að sjá hann þarna og tala smá íslensku ekki í símann.

1 Comments:

At 11:08 AM, Anonymous Anonymous said...

skítþokkalegur
kóngurinn

 

Post a Comment

<< Home