Wednesday, March 01, 2006

toppa hvað...

búinn að taka því rólega undanfarið og æfa bara mest lítið til að ná mér eftir þrautina. fór svo í próf í morgun þannig að það er búið að vera að lesa mikið.

konungur ungverjalands var, held ég, að skora á mig í einhverri uppskriftarkeppni. hans hátign byrjaði á að skella inn einhverri upppskrift með kanínu og alles...ég segi nú bara eitt...ekki séns vinur að þú hafir einhvern tímann eldað þetta...ég trúi þér samt alveg til þess að hafa leigt kokk þarna og borgað honum túkall á tímann fyrir að elda þetta fyrir þig! og kannski beðið hann um að nudda á þér tærnar á eftir.
ekki það að ég sé eitthvað svaka slakur í eldhúsinu þá ætla ég samt að skella inn einni mynd af morgunmat sem ég bjó til um daginn til að rústa þessarri keppni. þetta átti sem sagt að vera ommiletta en þar sem að það var svo mikið af gumsi á pönnunni hjá mér gat ég ekki komið þessu almennilega á diskana nema með að búa til "ommilettu-samloku"
þessar tvær "samlokur" voru sem sagt fyrir fjóra og ég rétt gat komið niður hálfri



þar sem að ég er svo svakalegur kokkur nota ég ekki uppskriftir ;) hehe
mig minnir samt að uppskriftin hafi verið eitthvað á þessa leið

10-12 egg
slatti af þistilhjörtupulsum
slatti af rifnum osti
2 avacado
og slatti af einhverju meira sem ég man ekki eftir

jónas-1--kóngurinn-0

2 Comments:

At 10:19 PM, Anonymous Anonymous said...

jæja vinur!! þú baðst um stríð, svo stríð færðu...annars lítur þessi ommiletta þín alveg hreint svakalega rosalega vel út... eða kannski ekki bara ha?
Kóngurinn

 
At 1:24 AM, Anonymous Anonymous said...

vá... ég verð eiginlega södd af því að horfa á þetta!!

BH

 

Post a Comment

<< Home