Tuesday, February 07, 2006

i am organic

super bowl á sunnudaginn. mínir menn, steelers, unnu leikinn. var samt frekar leiðinlegur leikur og, þó að ég heiti ekki viggó, þá verð ég að segja að dómararnir voru ekkert sérstakir. veit svo sem ekki hvort þetta hafi ráðið úrslitum...en svona leiðinlegt að þetta hafi komið upp. rolling stones voru ekkert sérstakir fannst mér. en kannski betra að hafa þá heldur en margt annað. samt erfitt að finna eitthvað gott fyrir allar 90 milljónirnar sem horfa á leikinn. sérstaklega vegna þess að þessar 90 milljónir eru samansett af öllum alri, kyni, kynþætt etc etc
auglýsingin kostaði víst $2.5 milljónir. eins gott að hafa góða auglýsingu...

fór annars í eina af búðunum hérna í kringum mig sem selja lífrænt ræktaðar vörur. gerði ágætis kaup held ég bara og eldaði líka svona rosa góðan kvöldmat. þarf að fara þangað meira svona öðru hvoru.

veðrið aðeins farið að skána...var svo sem ekkert að því nema að það var rigning. en núna er allavega bara heiðskýrt og sól og fínt. ég kvarta ekki...

over...and...out...

5 Comments:

At 4:15 PM, Anonymous Anonymous said...

ahaha...þú og lífrænt ræktað...? well þú leynir á þér jónas:)
þú færð íshröngl í nefið ef þú hleypur úti hérna...just so u know!!

 
At 6:28 PM, Blogger Tumi said...

Þessi dómgæsla var náttúrulega fyrir neðan allar hellar. Leikurinn hefði getað farið á báða vegu. Tvö vafasöm touchdown dæmd af Seahawks og Steelers fengu eitt gefins. Ussss.... :)

 
At 10:01 AM, Blogger Tumi said...

Þetta er ótrúlegur díll. Ég myndi taka honum á meðan hann býðst ;)

 
At 3:03 PM, Anonymous Anonymous said...

Já vá pottþétt, geturu plöggað mér inn í svona díl?

 
At 8:04 PM, Blogger J�nas Hlynur said...

já...þetta er kannski eitthvað sem maður ætti að athuga...mér finnst samt þessi vinalegi tónn hjá "gaurnum" (þori að veðja að þetta sé bara eitthvað automatic, það er samt stafsetningavilla ... þannig að mar veit ekki) góður. honum er allavegaa búið að takast að spilla tveimur "hreinum hugum" ... eða hvað...

 

Post a Comment

<< Home