Monday, February 20, 2006

stóðgripasýningin...


á leiðinni til reno. vorum á svona stórum amerískum jeppa þar sem það er hægt að hafa sæti í skottinu...

keppti um helgina í reno. mótið var haldið í búgripahöll þar sem að það var búið að púsla saman viðarbraut. þessar fínu spítur sem var búið að lakka fyrir mörgum mörgum árum, saga niður í litla reiti og svo bara púslað saman. frekar skrýtið en virkar fínt. hröð braut ... en erfitt að hlaupa á vegna þess að hún er ekki alveg slétt og mishörð. vanalega eru dýr sýnd þarna og seld til undaneldis. en svona á veturna er hlaupabraut sett saman og haldin mót um hverja helgi.

okkur grunaði að tímaseðllinn myndi stríða okkur aðeins og við fengum að finna fyrir því seinna meir. lentum í því að þurfa að keppa í öllu í einu. tók eitt stökk til skiptis í stöng og langstökki þangað til að ég var kallaður yfir í grindina. þannig að ég held að ég hafi tekið um 6 stökk í stöng, 5 stökk í langstökki og eitt grindahlaup á um 40 mínútum. þannig að það var ekki mikið úr góðum árangrum en við náðum samt að keppa aðeins. við vorum aðallega að fara til reno að keppa þar sem að það var spáð vondu veðri hér. þannig séð tókst okkur svo sem áætlunarverkið, sem var einfaldlega að geta keppt hlaupið atrennur og farið í gegnum smá rennsli.

um næstu helgi er svo aðalmótið okkar þannig að núna verður hvílt vel og tjúnað sig vel upp fyrir helgina.


ég og steven að bíða eftir að geta hitað upp

0 Comments:

Post a Comment

<< Home