Thursday, February 16, 2006

reno

fer til reno, nevada, á morgun að keppa. ákváðum að fara í gær, þannig að þetta er smá skyndiákvörðun. okkur fannst bara að við ættum að fá eitt mót í víðbót sem svona tune up mót. ætlum að reyna að stökkva stöng, langstökk, hlaupa grind og kasta kúlu. en eins og oft áður fer þetta allt eftir tímaseðli og svona ... þannig að kannski sleppum við einhverju.
brautin þarna er víst viðarbraut. þannig að það eru bara stórar viðarplötur sem eru lagðar niður og svo hlaupið á þessu. á víst að vera mjög hratt, enda hart, þannig að það verður bara fínt. bara að passa sig að detta ekki ... mar gæti endað með svona 200 flísar alls staðar.

1 Comments:

At 8:51 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Jónas
Þetta var ágætis helgi.
Var þetta ekki bæting í stönginni!
Kveðja
E og H

 

Post a Comment

<< Home