Sunday, February 12, 2006

beach day



fékk frí á æfingu á föstudaginn þannig að það var fátt annað í stöðunni en að skella sér aðeins á ströndina og taka pósuna.

hef ekki séð ský á himni hérna síðan á mánudaginn og hitinn búinn að vera fínn. þannig að ég þurfti að leita aðeins, ekki lengi samt, að stuttbuxunum. ekki frá því að sólin sé meira segja búin lita aðeins á mér skinnið. enda ekki annað hægt miðað við tímann úti að æfa.

kallinn alveg að fara yfirum í matargerðinni. í kvöld var það laxa"pulsur", baguette brauð með sólþurrkuðum tómötum-hummus, hrísgrjón, sojamjólk, spínat ... það hlaut að koma að því að þessi hippabær sem ég á heima í myndi koma með einhverjar skrýtnar hugmyndir inn í hausinn á mér.

mikið rosalega var verve góð hljómsveit...

4 Comments:

At 12:42 AM, Anonymous Anonymous said...

Ha ha ha ... ekki glæta að þú sért orðinn brúnn... held ég verði að senda þér olíuna sem ég hef verið að tala um svo lengi! Jónas... Markmið ársins 2006 er að koma heim nokkuð brúnn!!! Koma svo!
Silly

 
At 1:18 AM, Anonymous Anonymous said...

líst vel á þessa matseld hjá þér! ;)
BH

 
At 3:55 PM, Anonymous Anonymous said...

pósan er nett enda er Johnny með myndarlegri mönnum þrátt fyrir brúnkuleysið... jónas og olía, kemur Silja! annars líst mér ekkert á þetta mataræði Jónas, það hefur eitthva komið fyrir okkur í fríinu, ég var að koam af veitingastað þar sem í fyrsta skiptið á ævi minni pantaði ég mér salat!
þetta er allt saman vitleysa

kóngurinn

 
At 7:31 PM, Anonymous Anonymous said...

já ég sé mig ekki alveg með olíuna ... það kemur mér satt best að segja meira á óvart að þú hafir pantað þér salat heldur en ég hafi eldað þetta í gær... svona gerist þetta bara ... þú býður mér kannski ungverskan tofuborgara næsta sumar...
jhh

 

Post a Comment

<< Home