Sunday, February 26, 2006

fór í gegnum fínustu sjöþraut núna um helgina. endaði með 5429 stig sem er 8 stigum frá mínu besta frá tveimur árum ... en ég er bara sáttur við þetta skor.

svona lítur þetta út...
60m-7.53s-vonbrigði mótsins ... af augljósri ástæðu
langstökk-7.03m, annað skiptið sem ég fer yfir 7m og ég held að þetta sé 1cm bæting ... sáttur
kúla-13.45m, ok ... ekki mikið meira en það samt
hástökk-2.00m, fílaði mig vel og loksins náði að setja þessa grein saman ... bæting um 4cm, loksins náði ég að komast yfir 2m! tók bara tvær tilraunir á 2.03m vegna þess að ég var eiginlega bara bensínlaus!
grind-8.64s-örugglega tæknilega séð besta hlaupið mitt ever ... kemur samt næst á eftir 60m varðandi vonbrigðin
stöng-4.36m-veit ekki alveg hvað ég á að halda ... ágætlega gert fannst mér en hefði átt að fara yfir 2-3 meiri hæðir. hefði held ég þurft að keppa einu sinni áður í stöng á tímabilinu með "ferska fætur"
1000m-2:41,14s-bæting um 1.5s eða svo ... hljóp þetta taktískt vel ... reyndi að pressa allan tímann ... var alveg útúr heiminum eftir hlaupið og ældi hrikalega!

það sem ég er sáttastur við þessa helgi er samt að ég hlóp 1000m hlaupið án þess að hafa einhvern hálfvita hakka á mér hælinn eins og fyrir tveimur árum!

fór töluvert yfir b lágmarkið á nationals, þannig að núna er bara að krossleggja fingurna og vona að ég komist inn.

allavega...kominn tími á að hella sér í bækurnar og kaffið

8 Comments:

At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said...

Flott helgi hjá þér....til hamingju með þetta :)

kv Kristí Birna

 
At 3:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Glæsilegt og lofar góðu fyrir komandi tímabil! :)

BH

 
At 4:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Góð þraut. Til hamingju með þetta! Vona að þetta dugi á Nationals, Hvað er annars a lágmark?

 
At 10:26 PM, Anonymous Anonymous said...

Hrikalegur Jónas!!!

Innilega til hamingju með þetta :)

Kveðja,
Bjössi

 
At 4:05 PM, Anonymous Anonymous said...

takk öll sömul!
a lágmarkið er 5600. Kemur allt saman fljótlega í ljós.

jhh

 
At 12:20 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með árangurinn. Vona að þú komist á NCAA með þennan árangur.

 
At 2:48 AM, Blogger Hafdís Ósk said...

Glæsilegt - innilega til hamingju! Tók mér það bessaleyfi að stela þessum upplýsingum og smella þeim inn á frjálsar.com - vona að það hafi verið í lagi!

 
At 8:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Drengur þú ert snillingur!
Til hamingju... hlakka til að sjá þig fara á NCAA!
Silly

 

Post a Comment

<< Home