fer á morgun til arkansas. leggjum snemma í hann vegna þess að þetta verður soldið langt ferðalag, þannig að við komum ekki þangað fyrr en um kvöldmatarleytið.
planið á fimmtudaginn er svo bara að liggja í leti og borða vel. ballið byrjar svo snemma föstudagsmorguninn og stendur eitthvað fram eftir degi. svo verður sama programm á laugardaginn. leggjum svo í hann eldsnemma heim á sunnudaginn og verðum komin hingað sjúskuð og þreytt seinni partinn.
það verða bara tveir keppendur frá okkur á þessu mót. voru nokkrir aðrir sem voru nálægt því að komast en það tókst ekki alveg þetta skiptið. þannig að það er ég og alysia sem förum. hún hleypur 800m, 2:05.5, mjög líklega báða dagana. þannig að það verður fámennt en góðmennt. fara svo þrír þjálfarar með okkur og sjúkraþjálfari. þannig að þetta verður fínn hópur saman.
læt heyra í mér þegar ég kem tilbaka.
4 Comments:
Taktu á því!
Gangi þér vel.
GANGI ÞÉR ROSALEGA VEL KALLINN MINN... eftir hvorn dag verðurðu að hringja i mig og gefa mér skýrslu...
Tu Tu
Siljan
Ekkert hangs á að setja inn fréttir af Nationals!!
Æ svekkjandi með langstökkið en var ekki restin bara annars fín?? Geggjuð brautin finnst þér ekki?
Post a Comment
<< Home