Monday, March 13, 2006

gekk ekki upp á nationals. gerði þrjú ógild í langstökkinu þannig að eftir það var þessi þraut þannig séð í ruslinu. er ekki alveg búinn að átta mig á því enn hvernig mér tókst að gera þetta ... hrikalega svekkjandi ... en bara live and learn ...

ákváðum að halda áfram með þrautina og nota þetta sem tækifæri til að bæta mig. það gekk ekki upp fyrr en seinni daginn, eftir að ég var búinn að sofa úr mér fýluna og bölva í hljóði og upphátt í nokkra klukkutima, að ég bætti mig í stöng. komst loksins í smá gír með það og fór 4.6m. sáttur...en það er mikið inni. þarf að halda áfram að vinna í tækninni sem predikuð hérna og þá kemur þetta.

annars var þetta rosalegt mót. hef aldrei séð með eigin augum jafn mikið af góðum íþróttamönnum saman komna. mikið af góðum árangrum og brautin rosalega góð. 6000 manns að horfa og bara rosa stemming. ekki skemmdi fyrir að heimaliðið vann karlakeppnina ... þannig að það voru allir í stuði þarna.

alysia endaði þriðja í 800m þannig að það var rosa gott hjá henni. heimferið var svo löng og leiðinleg. skulum bara orða það þannig að þegar ég kom hingað heim klukkan 12 að hádegi voru 10 tímar síðan við fórum frá hótelinu. þannig að það var fátt annað en svefn og matur sem komst að í gær

plönin með utanhústímabilið hafa breyst aðeins eftir þetta en það kemur allt saman í ljós bráðlega. við ætlum að halda áfram að keppa töluvert og nota hreinlega sem æfingar og toppa í einni þraut einhvern tímann bráðlega og svo bara í maí.

3 Comments:

At 12:13 AM, Anonymous Anonymous said...

ég þekkti góðan mann er Geiri smæl hét og sagði alltaf "lífið er lotterí" og mælti með Jameson!! það getur ekki alltaf allt gengið upp!
kongurinn

 
At 3:01 AM, Blogger Hafdís Ósk said...

Fúlt smúlt en samt jákvætt með stöngina!
Lífið heldur áfram og eins og þú segir var þetta bara eitthvað til að læra af! Mótlætið herðir mann!

I believe in you!

 
At 10:00 AM, Anonymous Anonymous said...

ja,,, sjitt Jónas !!!!! komdu með TÖLURNAR
Gísli

 

Post a Comment

<< Home