Sunday, March 19, 2006

leti í blogginu...gleymi alltaf að ég á svona síðlung...

allavega...próf í byrjun vikunnar og svo heimadæmi á miðvikudaginn. þannig að ég var þreyttur eftir átökin þannig að fátta annað en að slaka vel á.

átti að keppa í gær í nokkrum greinum en á endanum ákváðum við bara að hvíla mig og láta mig lyfta í staðinn. hefði viljað keppa aðeins þar sem að það var rosa gott veður og hefði verið gaman að vera með.
annars voru um 1000, já 1000, keppendur hérna um helgina. hef aldrei séð annað eins. nánast allir af þessum keppendum voru high school keppendur. ég hélt að boðhlaupin ætluðu aldrei að verða búin. mig minnir að boðhlaup stráka og stelpna hafi tekið um klukkutíma og það var skotið af stað svona mínútu eftir hlaupið á undan. þannig að það var gaman að sjá þetta allt saman. árangrar alls staðar á skalanum. high school strákar að stökkva 4.5m í langstökki og upp í það að stökkva 5.3m í stöng.

ein vika eftir í skólanum og svo spring break...tel niður dagana

0 Comments:

Post a Comment

<< Home