spring break í næstu viku...hélt að það myndi vera miklu meira að gera í skólanum hjá mér þessa vikuna heldur en varð raunin...ég kvarta ekki. ætli þetta lendi ekki allt saman á vikunum eftir spring break í staðinn bara...
keppi ekki um helgina en við ætlum að fara í gegnum hluta af þraut í næstu viku á miðvikudegi og fimmtudegi. erum ekki búnir að ákveða hversu mikið og hvaða greinar koma til greina...ætlum bara að reyna að spila þetta soldið eftir hendinni. held að það verði fín keppni þarna. allavega þeir strákar sem ég æfi með og eru að æfa á vellnum okkar ætla að vera með...en ég held að þeir séu allir í sömu pælingum og ég...bara velja nokkrar greinar og hafa gaman.
berglind systir mín kemur í heimsókn til mín á morgun. hún þurfti að fara í vinnuferð til usa þannig að hún gat framlengt hana aðeins og stoppar hérna hjá mér yfir helgina.
við vorum eimmitt að hlæja að því að hún þarf að fljúga um 3-3.5 klst til að koma hingað til mín. þetta þykir bandaríkjamönnum alveg sjálfsagt...en ég hef ekki heyrt um marga íslendinga sem nenna að fara í helgarferð til spánar. svona eru fjarlægðir skrýtnar...allavega í hausnum á manni..
allavega...ég er hinn ánægðasti með að fá hana hingað í heimsókn til mín og ég þarf að sýna henni allt það helsta hérna í kringum mig.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home