Sunday, April 23, 2006

W

ég hlýt að eiga eftir að raka að mér verðlaunum fyrir að vera lélegur bloggari á einhverri samkomu einhvern daginn...

kepptum á móti stanford í gær. þeir eru aðalkeppinautar okkar og þetta 112 árið sem þessi lið keppa í tveggja skóla keppni. mikill hiti í mönnum og allir gömlu kallarnir sem kepptu á þessu móti fyrir mörgum tugum ára mæta og segja okkur sögur. einn var meira að segja svo góður að hann mætti með gamla spjótið sitt...sem var tréspjót. hafði aldrei séð svoleiðis áður. væri gaman að kasta því aðeins. hann sagði að ég myndi geta kastað því svona 15-20m lengra. læt það kannski bíða betri tíma.

allavega...ég byrjaði að stökkva langstökk og fór 7.11m sem er bæting um nokkra sentimetra, endaði svo þrijði, þannig að ég fékk stig. eftir það var farið beint í hástökk og byrjað á að stökkva í langstökksskónum. fór nú ekki hátt...endaði á að fara 1.88m. þá var spjótið byrjað þannig að ég bygjaði bara að kasta í hástökksskónum mínum. eftir að nota fyrstu köstin sem upphitun cirkaði ég einhverja atrennu og sletti því 64.57m, vann það...báðir 70m strákarnir okkar voru annað hvort ekki að kasta eða tóku bara eitt kast nógu langt til að vinna hina stanford strákana.
þannig að sáttur við langstökk og spjót. ekki langt í að spjótið fari lengra. +

þannig að við unnum 95-68. sem er stærsti sigur síðan ég kom hingað. allir náðu að standa sig eins og hetjur og núna verðum við að vinna einu sinni í viðbót svo ég geti farið héðan og sagt að ég hafi aldrei tapað á móti stanford.
líka gaman að þetta hafi endað svona vegna þess að fyrir mótið var stærsta dagblaðið í san francisco búið að spá því að við myndum tapa. verður gaman að sjá hvað verður skrifað í blaðið núna.

ef ég myndi muna eitthvað í þýsku myndi ég segja áfram lemgo á þýsku núna!

3 Comments:

At 6:06 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með með árangurinn.

Varðandi bloggið að þá þarftu ekki að hafa áhyggjur svo lengi sem Bjöggi er með síðu ;)

 
At 7:38 PM, Blogger J�nas Hlynur said...

hehe það er alveg rétt...bjöggi reddar mér!

 
At 4:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með árangurinn Jónas! Ert greinilega á góðri siglingiu...verðum svo að fara að heyrast fljótlega í síma..þetta gengur ekki lengur hvað við erum léleg:) kveðja úr suðrinu, Sigrún.

 

Post a Comment

<< Home