fimmtudagurinn langi
ákváðum að fara til la að keppa í þraut...ég er búinn að vera í vandræðum með lærið á mér í mánuð þannig að ég er ekki búinn að geta æft eins og ég hefði viljað. ákváðum samt að fara og keppa með það í huga að ef ég fyndi eitthvað til þá myndi ég stoppa og fara bara í frí með dagpeningunum.
hitti bjögga og kristínu, aka the machine...bjöggi alltaf sprækur og kristín átti ekki í neinum vandræðum með að slátra einu stykki ísl meti. þannig að innilega til hamingju kristín
ég þurfti sem betur fer ekki að hætta og gat klárað. á árangrinum sést samt greinilega að undurbúningurinn var ekki alveg eins og maðu hefði viljað. en alltaf samt gaman að keppa.
fyrri dagur-11.83s-7.02m-13.25m-1.89m-54.21s
sáttur við langstökkið og kúluna. eftir það kom 4 tíma bið og ég náði mér ekkert á strik í hástökkinu. hef ekki hlaupið neinar sýruæfingar í 2 mán núna...kom vel í ljós í 400m!
hafði ekki gert neitt hratt í 3 vikur áður en ég gerði þetta þannig að langstökkið kemur á óvart.
seinni dagur-16.11s-36.27m-4.35m-63.18m-4:58,21s
þreyttur...en ákváðum að halda áfram bara og hafa gaman. vel þreyttur fyrri helminginn af þrautinni. hitinn í kringum 30 stig. kom samt í ljos að það var 6 tíma bið eftir stönginni okkar þannig að það var bara skroppið í hádegismat með bjögga og svo lagt sig aðeins. náði að hressast við þetta allt saman. tók fá en góð stökk í stönginni...skellti svo í mig red bull og kastaði spjótinu í kringum 11 um kvöld. kláruðum svo þrautina klukkan 2355. krúsaði bara 1500m þar sem við vildum ekki að ég myndi eyða of mörgum dögum í að komast í gírinn aftur.
total skor 6900 stig
þannig að...sáttur við sumt...ósáttur við annað...but that is life
vonandi næ ég að henda smá myndum hingað inn fljótlega...
4 Comments:
Tad er greinilega hellingur inni hja ter. En gott ad baeta sig i langstokkinu eftir tad sem a undan er gengid.
Og jiiii...eg vissi ekki ad trautin hafi stadid svona lengi hja ykkur strakunum....Eg var komin upp i rum og sennilega sofnud tegar tid vorud ad hlaupa 1500m!!..
En tad var gaman ad hitta tig og hlakka til ad sja tig a Regionals :)
ja veistu ég hefði líka verið hálf sofandi að klára þetta ef ég hefði ekki verið með slatta af kaffíni á mér. en á móti svaf ég ekkert svakalega mikið um nóttina.
feginn að við reyndum ekki að hafa dinner saman. bjöggi hefði eflaust ekki sofið neitt áður en hann hefði flogið af stað til íslands.
Er þetta samt ekki þinn annar besti árangur í þrautinni? Þannig að ef þetta var ekki alveg eins og þú vildir hafa það, þá er bara von á góðu á næstunni.
jú þetta er annað besta. þannig að nú verður maður bara að gera betur á conference mótinu.
Post a Comment
<< Home