Monday, September 11, 2006

kæra stjórn FRÍ og aðrir frjálsíþróttaunnendur,

í byrjun október fer fram í fyrsta skipti heimsmeistaramót í 20 km götuhlaupi. keppnin fer fram i debrecen í ungverjalandi og verður hlaupið um fallega borgina. hægt er að fá fleiri upplýsingar um hlaupið hérna og þarna

þar sem þetta er fyrsta skiptið sem keppni af þessu tagi er haldin á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandins finnst mér að við íslendingar eigum að leggja mikinn metnað í þessa keppni og byrja strax í ár með að senda keppanda til að gefa tóninn fyrir komandi ár. því vil ég tilnefna ævar örn, aka junior coach, aka kóngurinn, til hlaupa fyrir íslands hönd. ekki nóg með að hann eigi heima í borginni heldur er hann líka búinn að koma líkamsþyngdinni niður í tveggja stafa tölu, (það gæti samt hafa verið snemma í vor, þe fyrir allt grilleríið og bakarísferðirnar í sumar...en það skiptir ekki öllu máli.) síðast þegar ég vissi gat hann líka alveg hlaupið heiman frá sér út á strætóstoppistöð án þess að missa af strætó, (það gæti reyndar verið að allir rússkíkaramba-stætóarnir í þessu landi séu ekkert mjög hraðskreiðir...en það er ekki aðalmálið...DRENGURINN GETUR HLAUPIÐ...e.da boy can scoot!) Síðast en ekki síst þá kemur fram í gögn mótins að upphaf hlaupsins verður fyrir framan háskólann. þannig að það verður lítið mál fyrir hann að hlaupa eitt hlaup á milli þess að krukka í fólki í líkhúsinu.

svona hlaupum fylgir auðvitað mikil andlega og líkamlega pressa. þar sem að ég á gamlan fjölskylduvin í ungverjalandi, sem ég veit reyndar ekkert hvar á heima og hef ekki talað við hana í svona 15 ár, legg ég til að ég verðir útnefndur þjálfari, fararstjóri, nuddari, kokkur, töskuberi og andlegur leiðtogi fyrir ferðina. fyrir utan það að verðlaunaféð í þessu hlaupi er rúmar tvær milljónir ísl króna fyrir fyrsta sætið. þessir peningar myndu koma sér vel fyrir okkur námsmenn í útlöndum. auðvitað yrði að borga vel fyrir vel unnin störf...þess vegna myndi ég fara fram á að fá um 70% af verðlaunafénu...plús út að borða á gott steikhús.

virðingarfyllst,
jónas coach

2 Comments:

At 8:45 AM, Anonymous Anonymous said...

eg var ad sja tessa virdingaverdu grein nu rett i tessu enda hef eg verid upptekin vid undirbuning fyrir tetta. Var einmitt rett i tessu ad koma ur lettum 30km i skoginum. Takka studninginn minn kaeri vin. vid aettum kannski ad ihuga ad taka aefingabudir i kenya fyrir keppnina? lattu mig vita
kv Kongurinn

 
At 6:14 AM, Anonymous Anonymous said...

Mér líst vel á þessi plön hjá ykkur, drengir.
Ég er með kontakta í Kenya ef þið viljið - látið bara vita ef þið viljið fá afslátt af mílum þar...
kv
Bjössi

 

Post a Comment

<< Home