Saturday, September 02, 2006

da crib on blake street

jæja....þá byrjum við...það er eins og mig gruni að ég hafi alltaf byrjað haustið á þessarri síðu með að segjast ætla að verða duglegri að skrifa...þannig að ég geri það bara aftur núna...

kominn út...búinn með fyrstu vikuna í skólanum. þurfti að gera nokkrar breytingar á stundaskránni minni...en ég held að þetta sé allt saman að smella saman í alveg dúndur stundaskrá...sem sagt ekki mjög snemma...og ekki mjög seint...hentar mjög vel fyrir mig.

búinn að flytja inn í nýju íbúðina mína. var soldið vesen að koma öllu fyrir og skrúfa allt draslið mitt saman etc allur þreyttur eftir flugferðina. en hægt og rólega tókst mér að koma þessu öllu saman og mér líst mjög vel á. þetta er í rauninni alveg týpísk íbúð eins og ég hef búið í áður nema að hún er öll miklu hreinni, svo er hún á þriðju hæð þannig að það skín sól inn um gluggana og við erum með svalir og svona. þannig að það er stórt skref upp á við. það fer samt enn í taugarnar á mér að ég hef ekki átt heima í íbúð með loftljósum í nokkur ár. þannig að það er aldrei að vita að ég skreppi ekki í hina skemmtilegu búð ikea og versli einn góðan ljósastand.

allavega...stefnan næstu daga er að:
-henda út nokkur hundruð emailum
-senda nokkra emaila
-gera íbúðina mína aðeins fínni
-tala við alla þjálfarana mína
-byrja hægt og rólega að æfa...eða meira svona spila fótbolta nokkrum sinnum
-versla mér bækur fyrir þessa önnina
-horfa á cal á móti tennessee á espn
-skrifa inn smá summary á sumrinu mínu og henda hingað inn
-stúdera eitt stykki video
-grilla

bis spater...
jhh

2 Comments:

At 5:20 PM, Blogger Tumi said...

þú getur bætt "gera allt klárt fyrir komu Tuma" á þennan lista ;)

 
At 4:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Já hvað er málið með að hafa engin loftljós....ég sé það sjalda hérna:/

 

Post a Comment

<< Home