gekk ekki alveg nógu vel í utah. endaði á að kasta um 62.5m. svekkelsi en svona er þetta bara. fílaði mig vel og allt en það bara vidli ekki smella saman hjá mér þetta skiptið.
rosalega fallegt fannst mér þarna í utah. fjöllin alveg við bæinn og þegar maður var á vellinum þá sá maður bara fjallgarðinn alveg. var um 32 stiga hiti fyrri daginn en svo ekki nema um tæp 20 og hvasst daginn sem ég kastaði. þannig að það var rosa sveifla í veðrinu.
við byrjuðum ferðina á að fá okkur rosa fínan grískan mat, og svo mikið af ítölskum. gaman að ferðast svona með liðinu þegar maður getur alltaf fengið einhvern með sér til að prófa eitthvað spennandi.
ferðin endaði svo á því að hurðin á rútinni okkar var eitthvað biluð og þá var fátt annað í stöðunni heldur en að allt liðið, þjálfarar og medical staffið okkar, myndi bara fara út um neyðagluggana rútunni. sem betur fer slasaðist enginn við það...en það var team spitit sem þurfti til að koma suma af stóra fólkinu okkar út. hehe
stefnan næstu daga er svo að flytja út úr íbúðinni minni og þrífa hana eitthvað. ætlaað halda áfram að kasta hérna þangað til ég fer heim sem liggur ekki alveg fyrir. er að vinna í því að reyna að komast aðeins fyrr heim jafnvel.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home