Sunday, September 17, 2006

spínatið mar...

jæja...skólinn kominn á fullt...búinn að skila inn fyrstu heimadæmum árins...og svo sannarlega ekki þeim síðustu! enn sem komið er er ég búinn að vera að reikna, og láta excel eða shazam reikna, eitthvað áhugavert...þannig að vonandi helst það áfram.

byrjuðum formlega að æfa á mánudagin...góð blanda af drillum, fótbolta, lyftingum, amerískum fótbolta, og framstigum enn sem komið er...veit samt að þetta er bara lognið á undan storminum...það styttist í að maður kíkji niður í kjallara!

fékk heimsókn í vikunni...tumi og marie francis komu og tékkuðu aðeins á mér. skólinn hjá þeim byrjar ekki fyrr en í næstu viku eða svo fyrir þau þannig að þau ákváðu að koma aðeins til cali og tékka á stemmingunni. þau tóku chillið og túristann svona mátulega þannig að ég vona að þau hafi haft gaman af! vonandi fer að styttast í að ég skreppi til þeirra í seattle og tékki á stemmaranum þar!

rosa sýking í spínati víst...eimmitt eftir að ég kláraði allt mitt spínat þá frétti ég þetta...er enn ansi hress bara...en eftir að ég frétti að þetta væri bara lífrænt ræktað spínat sem væri með þessa sýkingu hafði ég ekki neinar áhyggjur...ég er ekki, ennþá, nógu ríkur til að kaupa það!

6 Comments:

At 7:53 PM, Anonymous Anonymous said...

Hver í andskotanum étur spínat??

 
At 9:11 PM, Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 9:51 PM, Blogger J�nas Hlynur said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 9:51 PM, Anonymous Anonymous said...

hefuru séð hvað stjáni blái verður sterkur af spínatinu mar!
jhh

 
At 9:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég ét spínat......Ég vil verða eins og stjáni blái :0)
Ætla að halda mig frá því á næstunni þó!

 
At 2:31 PM, Anonymous Anonymous said...

Þið eruð kannski ekki eins heppin og ég með að vera svona fáránlega massaður. Ég þarf allavega ekkert spínat...

 

Post a Comment

<< Home