Saturday, October 21, 2006


smá viðkenning á fótboltaleiknum til frjálsra...allir íþróttamenn sem voru með góða meðaleinkunn fengu að fara á völlinn í hálfleik og láta klappa fyrir sér...og sjá nafnið sitt á risaskjánum. ég sendi bara minn fulltrúa á völlinn til að taka þessa mynd meðan ég var heima...að læra!

kepptum við washington i dag og rétt höfðum þá. þeir náðu að jafna á síðustu sek en svo náðum við að hafa þá í framlengingu. eitthvað slappelsi í okkar liði...en sigurinn endaði réttu megin og það er það sem skiptir máli in the end!

fór ekki á leikinn þar sem að ég hef þrjú próf núna í vikunni og heimadæmi. erfiðasta vikan á önninni. þannig að ég var bara heima með kaffið mitt og kíkti aðeins með öðru á leikinn í sjónvarpinu þegar fólkið i hverfinu mínu öskraði til að fagna marki!

skráningin fyrir næstu önn á mánudaginn. íþróttamenn fá að skrá sig einum degi fyrr heldur en aðrir þannig að ég þarf að leggjast aðeins yfir það á morgun hvað ég á að taka. ekki mikið eftir í útskrift!

2 Comments:

At 11:00 PM, Blogger Tumi said...

Þetta var svaðalegt "touchdown" í restina hjá Huskies. Usss...

 
At 1:28 PM, Blogger J�nas Hlynur said...

já ég ætlaði ekki að trúa að þetta hefði gerst...við sláum boltann niður og svo hrekkur hann í hendurnar á ykkur...og inn...

 

Post a Comment

<< Home