Sunday, October 29, 2006

halloween


jæja...kominn tími á hrekkjavökuna...set inn mynd, eins og síðasta ár, af graskerinu sem við skárum út...held að þetta sé betra heldur en í fyrra.

svo hérna er mynd af því einu í myrkrinu með kerti inní...bara nokkuð scary!!


annars gengu prófin mín ágætlega þannig að undanfarna daga er ég bara búinn að vera að slaka soldið á og gera eitthvað annað heldur en að vera yfir bókunum. en á morgun verður byrjað aftur af krafti við að gera eitthvað praktískt.

annars er búið að brjótast inn í tvær íbúðir hjá vinum mínum sem búa hérna svo 100m í burtu (samt ekki í sama húsinu)...þannig að það er eins gott að gleyma ekki að læsa!

fór á laugardagsmorguninn yfir til stanford og horfði þar á víðavangshlaupsliðið okkar keppa. það var öllum skipað að keyra yfir saman og hanga þar og hvetja á meðan það var hlaupið. gekk ekkert rosalega vel en það var ágætt að eyða smá tíma í að labba um golfvöllinn og hvetja fólkið okkar...þetta er samt svo rosalega önnur menning heldur en "venjulegar" frjálsar

3 Comments:

At 2:04 AM, Anonymous Anonymous said...

Þau er ansi flott hjá ykkur graskerin - ég vissi ekki að þú hefðir föndurhæfileika! ;)
bh

 
At 12:45 PM, Anonymous Anonymous said...

já takk fyrir það! ... en svona í hreinskilni þá á ég ekki skilið rosalega mikið credit fyrir þetta!
jhh

 
At 1:12 AM, Anonymous Anonymous said...

hehe æi ...
svo gaman í þessum USA þemum...
hlakka til að hringja í þig...

SU

 

Post a Comment

<< Home