Friday, December 08, 2006

húff...búinn að skila öllu saman inn...þannig að núna er um að gera að reyna að auka aðeins blóðið sem flæðir í öllu koffíninu í æðunum á mér.
tvö próf eftir...á fimmtudag og svo föstudag. þannig að það er svona semi stíf dagskrá framundan.

annars ekk mótið vel hjá okkur. mitt lið vann, að sjálfsögðu. ég veit ekki alveg hvernig ég eigi að líta á þetta mót. ég held að ég setji dagatalið til hliðar og kalli þetta fyrsta mót næsta árs...eftir síðasta keppnis sumar, sem ég hélt að ætlaði aldrei að enda, þá fer þetta 2007 megin!
mínir árangrar voru nú ekkert spes, enda er bara desember og ekkert spes á að gerast. nema þá bara mikið æfingamagn! sem er til staðar.

svo fékk ég svona nýjan ipod shuffle spilara, með klemmunni, gefins um daginn. minn gamli er orðinn bæklaður þannig að þessi kemur sér mjög vel. það var eimmitt starfsfólkið í íþróttadeildinni sem skoraði á alla íþróttamenn, um 600 talsins, hvor gæti gefið meira magn af mat til góðgerðarmála og verðlaunin yrðu ipod.
ekki að spurja að því. við náðum rúmlega 1.5 tonni af mat. í mínu liði þá borguðu allir fimm forseta og svo fóru tveir strákar á jeppnunum sínum og keyptu ódýrasta dósamat sem var til í búðinni. það var eimmitt um 300kg.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home