Saturday, December 02, 2006

jæja...aðeins of langt á milli pósta hjá mér...er bara búið að vera mikið að gera undanfarið...og næsta vika verður þannig örugglega líka.

thanksgiving var rosa fínt...eiginlega bara of gott...náði að sofa og hvíla mig vel og tala nú ekki um allan góða matinn...og afgangana dagana á eftir.
við lentum samt í því á leiðinni heim að það var einhvern snjóbylur...við vorum samt með keðjur, þannig að karlmennirnir í bílnum fengu að fara út og hamast við að koma keðjunum á. ég held að svei mér þá mér hafi aldrei verið jafn kalt á höndunum og þá...var allavega dofinn í puttunum lengi vel á eftir meðan ég var að reyna að hita þá á miðstöðinni í bílnum. en þetta gekk allt saman upp við krúsuðum þetta bara í rólegheitunum.

annars er bara búið að vera kalt hérna undanfarið...held að það hafi ekki verið svona kalt síðan ég flutti hingað. hitinn var um 3 gráður c um daginn þegar ég var að fara að sofa. þar sem við kyndum ekki íbúðina okkar, það er fáránlega dýrt að kynda hérna, þá er maður eiginlega bara kapp klæddur hérna heima og drekkur vel af kaffinu og tei til að halda sér heitum.

1 Comments:

At 3:45 AM, Anonymous Anonymous said...

já! það kom að því að það væri heitara hérna á klakanum en í Kaliforníu! ;)

 

Post a Comment

<< Home