Tuesday, November 21, 2006

tók laugardaginn snemma og fór á kringlukasts fyrirlestur hjá mac wilkins og jay silvester. báðir þessir kappar eiga yfir 70m í kringlu og áttu báðir heimsmet í kringlu, fyrst jay og svo mac...veit samt ekki alveg hvort það var einhver annar þarna í millitíðinni.
allavega...þeir halda svona fyrirlestra öðru hvoru út um allt og reyna held ég að fá sem flesta high school krakka...en við fengum að fljóta með. þetta var mjög gaman að heyra þá tala um tækni og frjálsar og svona. þeir augljóslega prófuðu allan fjandann til að reyna að kasta aðeins lengra og pældu í öllum mögulegum, og ómögulegum, hreyfingum til að ná nokkrum sentimetrum í viðbót.
það sem mér fannst samt áhugaverðast var að þeir voru sammála um flest...en sumt samt sem þeir voru hreinlega ekki sammála um...eða fannst ekki jafn mikilvægt...og þeir voru augljóslega búnir að diskútera þetta milljón sinnum áður og vissu að þeir gætu ekkert breytt skoðun hvors annars.
þó að ég sé nú ekki mikill kringlukastari þá fannst mér þetta samt mjög gaman. alltaf gaman að hlusta á fólk tala um eitthvað sem það hefur svo innilegan áhuga á og hefur pælt í einhverju frá öllum hliðum!

annars er thanksgiving á fimmtudaginn...þannig að skóli á morgun og svo löng helgi.

1 Comments:

At 1:18 AM, Anonymous Anonymous said...

góða helgi! :)

BH

 

Post a Comment

<< Home