Saturday, November 18, 2006

stikklum aðeins á stóru
-töpuðu í dag fyrir mínum gamla kollegí, usc, og þar með er tímabilið í fótboltanum nokkurn veginn orðið glatað
-strákarnir á hæðinni fyrir ofan mig eru að gera með geðveikan með partýinu sínu
-morgundagurinn verður mikill kaffidagur vegna mikillar heimavinnu
-við erum búnir að tengja græjur á baðið...dúndrandi tónlist=lengri sturtur
-þar sem að blokkin sem ég á heima í er svo gömul borga ég ekki (beint) fyrir heita vatnið ;)
-kallinn er að komast í form...12x 200m á fimmtudeginum, færðum hana til tvo daga, gáfu góða vísbendingu um það
-næstum thanksgiving...verður gott að fá smá pásu í skólanum...eða meira svona tíma til að skrifa ritgerðir án þess að vera að fara í tíma á morgnana
-áfram lemgo...jafnir í fyrsta sæti...
-núna fer frasinn "shopping season" að birtast alls staðar...svei mér þá að ég hati ekki þennan frasa mest af öllu í ensku
-ég hlakka til að komast til þýskalands og íslands um jólin...jább...ég ætla halda íslensk jól í þýskalandi...og kíkja á leik!
-það er snilld að taka ólympískar með tæki sem mælir hraða á stönginni
-ég er loksins búinn að læra að búa til góðan grjónagraut...hann er samt ljósár á eftir grautnum hjá ömmu!
-ég vildi að það væri hægt að kaupa síld í stærri einingum hérna í landi-stórra-eininga!
-djók mót hjá okkur eftir þrjár vikur...ég fékk að velja í annað liðið...
-ég er farinn að leggja mig

4 Comments:

At 8:08 AM, Anonymous Anonymous said...

Djöfull er töff að hafa mæli á stönginni. Það væri gaman að sjá hversu fljótur (seinn) maður er að henda þessu upp.

..og Shopping Season er náttúrlega eins amerískt og það verður.

p.s ég dýrka grjónagraut með rúgbrauði og hangaáleggi. Það verður bara ekki mikið betra.

 
At 8:57 AM, Anonymous Anonymous said...

síldin gefur!!
Ævar

 
At 9:06 AM, Anonymous Anonymous said...

Já djöfull væri gaman að sjá Bergur væri lengi að henda þessu upp. Spurning um að fá dagatal fyrir kallinn... Veit að þetta kemur úr hörðustu átt en ég varð bara að skjóta ;) Samt þetta er svoltið kúl að geta séð hraðan á stönginni, spurning um að bæta sig í hraða en ekki kílóum :)

Bjöggi ;)

 
At 1:07 PM, Anonymous Anonymous said...

já þetta er sniðugt..þá sér maður líka hvað það skiptir miklu máli að vera með rétta tækni að gera þetta.
það sem mér finnst samt allra best við þetta er að tengja þetta og taka svo tog af rekka. þá skiptir tækni nánast engu máli og hæð engu. með því að gera þetta hef ég, og þjálfarinn minn, getað séð það alveg nákvæmlega hversu þreyttur ég er...og borið það svo saman við fyrri mælingar og séð hvað það er í mínu prógrammi sem þreytir mig

og já síldin gefur!
jhh

 

Post a Comment

<< Home