-áfram ísland! allt spurning um að toppa á réttum tíma
-jæja...þá er tímabilið mitt byrjað
-finnst eins og ég hafi endað það gamla í síðustu viku
-nema það að ég er í betra formi núna
-gekk samt ekki vel að sýna það um helgina í boise
-fór í gegnum þrjár greinar og tvö grindahlaup á um þremur tímum þannig að það var span á manni
-skulum orða það þannig að atrennurnar mínar séu miklu betri núna heldur en fyrir helgi...núna þarf bara að koma þessu öllu saman! ég er samt ekkert stressaður yfir þessu
-er með risa marblett á hnénu eftir að hafa sýnt einni grindinni að það rennur í manni víkingablóð
-rosalega flott aðstaða þarna...ég myndi segja að hún væri í sama klassa og aðstaðan heima, nema að þessi höll var stærri, til dæmis með kúluna og lóðkastið fyrir utan brautina, þe tveir hringir, og svo lyftingaaðstaða líka, en ekki hægt að breyta hallanum á brautnunm
-ég lærði það að á bílnúmeraplötun idaho stæla idaho-búar sig af því að tækta bestu kartöflurnar
-er búinn að vera veikur núna í um 24 tíma eða svo...svaf helling í nótt...druslaðist í labor economics fyrirlestur og svo beint heima að sofa aftur...fer örugglega að sofa bráðlega líka
-fer til new mexico á morgun, keppi í sjöþraut á fimmtu- og föstudag
-komum svo vonandi tilbaka á föstudagskvöld og náum að hvíla okkur um helgina
-ég var útnefndur fyrirliði frjálsíþróttaliðsins hérna í síðustu viku
-komið á hreint að það verða bears og colts í super bowl. ég er einhvern veginn ekkert voðalega spenntur yfir þessum leik lengur.
hérna er svo ein mynd af mér og steve að kæla á okkur fæturnar eftir mótið um helgina

3 Comments:
Þarna þekki ég þig, Captain Jonaz!
-Tumi
Til hamingju með titilinn! Þú ert pottþétt vel að honum kominn!
Annars finnst mér Ásgeir bróðir þinn vera skuggalega líkur þér og finnst eins og margir taktar séu ansi líkir!
Nokkuð skondið að tveir bræður skuli báðir vera góðir í því að hoppa langt og kasta fast ;)
Hann er að standa sig eins og hetja strákurinn!
Til hamingju með titillinn :)
Post a Comment
<< Home