Wednesday, April 11, 2007


kepptum við stanford um helgina í tveggja liða móti. í fyrsta skipti í fjögur ár þá töpuðum við þessarri keppni karlamegin. frekar súrt að horfa upp á þetta sem fyrirliði....en svona er bara sportið...gengur ekki alltaf allt upp...og ætli það sé ekki þess vegna sem maður er í þessu!

ég fór í fjórar greinar...byrjaði bókstaflega á að hlaupa á milli langstökks (6,53m) spjótkasts (62.07m) og svo hástökk(1,85m). hitaði ekki neitt upp fyrir seinni tvær greinarnar og hætti í rauninni að stökkva eftir að ég sá fram á að ná ekki stigi þar. fékk svo smá pásu og fór í þrístökk og endaði á að fara 14.67m eða svo.

sunnudagurinn var svo undirlagður í páskamat og rólegheitum og reynt að losna við harðsperrurnar. fékk ekkert páskaegg í ár...en ég át þeim mun meira af ostaköku...og er enn að vinna á henni!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home