Monday, September 24, 2007

-jæja nú ætla ég að byrja...og klára að setja eitthvað hérna inn...ekki vegna þess að eitthvað tæknilegt klikki...meira svona huglegt!

-allt saman komið á fullt nema að ég er ekki byrjaður sjálfur að æfa...en það gerist vonandi bráðlega
-byrjaður að þjálfa og finnst það mjög gaman. eins og staðan er núna þá er ég aðstoðarmaður gamla þjálfarans míns og við reynum að pína krakkana eins og við getum
-búið að vera frekar mikið púl hjá okkur og það er allt allt öðruvísi að vera sá sem fylgist með og drekkur kaffið sitt heldur en að vera sá sem er að púla
-við erum búnir að keyra krakkana aðeins niður í kjallara en enginn hefur hætt og gengið í burtu á miðri æfingu þannig að ætli það sé ekki allavega smá harka í þessum krökkum
-hefur enginn ælt ennþá...enda engar þannig æfingar í boði fyrstu vikurnar...en það styttist allt saman... en það voru nokkur sem tóku smá elvis dans (get it?) eftir nokkrar æfingar í síðustu viku

-skólinn...er fínn...mikið að gera en allt saman áhugavert...þarf bara að halda áfram að skipuleggja mig og komast í gegnum lesturinn hægt og rólega.
-öðruvísi fólk en ég hef áður þekkt með mér í sumum tímum og mörg þeirra eru með aðra sýn á heiminn og breytingar sem þurfa að eiga sér stað.
-byrjaður aðeins að setja saman ritgerðina mína, já með greini,...þarf að elta nokkrar greinar og bækur uppi og lesa og pæla í þeim ... og ákveða hvernig mitt næsta skref verður í þeim málum
-alls konar bull í gangi á campus...búið að vera að skjóta á og ræna óheppið fólk undanfarið...

-ég trúi hreinlega ekki að fh sé að fara að tapa í fótboltanum!

2 Comments:

At 1:16 AM, Anonymous Anonymous said...

hafa þeir ekki bara gott af því að tapa þessir andskotar?
ævar

 
At 9:54 AM, Anonymous Anonymous said...

jú ég held það bara...það tekur líka af allan vafa um hvaða deild er best í krikanum og 220!
jhh

 

Post a Comment

<< Home